Tilgangur Orkuveitu Húsavíkur ohf. er að auka búsetugæði á svæðinu með starfsemi sinni.
Orkuveita Húsavíkur (OH) er opinbert hlutafélag í eigu sveitarfélagsins Norðurþings. Fyrirtækið er veitufyrirtæki og er markmið þess að hámarka afrakstur þeirra auðlinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir með skynsamlegri nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni fyrir eigendur og notendur að leiðarljósi.
Hlutverk - tilgangur með starfsemi félagsins
Hlutverk OH er að veita íbúum og fyrirtækjum í Þingeyjarsýslum aðgang að heitu og köldu vatni, auk fráveitu.
Kjarnastarfsemi OH er:
- Heitt vatn: vinnsla og dreifing
- Kalt vatn: vinnsla og dreifing
- Fráveita
Önnur starfsemi OH:
Dóttur-/hlutdeildarfélög - Samtök
Orkuveita Húsavíkur ohf. er aðili að félagasamtökum og á hlutdeild í nokkrum félögum
sem hér segir:
Aðild að Samorku - samtökum orku- og veitufyrirtækja
50,77% hlutur í Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf. sem er dótturfélag OH.
48,75% hlutur í Hrafnabjargavirkjun hf.
30,30% hlutur í Íslenskri Orku ehf.
13,78% hlutur í Sjóböðum ehf.
5,00% hlutur í Mýsköpun ehf.
Til að fullnægja kjarnastarfsemi OH:
Auðlindir
- Nýtingaréttur auðlinda
- Sérleyfi
- Tækjakostur, búnaður og lagnir
- Mannauður
- Fjármagn
Þjónusta
- Afhendingaröryggi
- Gæði
- Sanngjarnt verð
Framtíðarsýn - hvert stefnir félagið
Framtíðarsýn OH er sú að verða fyrirmyndarfyrirtæki í röðum veitufyrirtækja. Í þessu felst m.a. að OH njóti viðurkenningar fyrir starfsemi sína og standist kröfur um gæði, einnig að öll aðstaða og aðbúnaður starfsmanna sé til fyrirmyndar. Sérstök áhersla skal lögð á:
- Traust - að vera traust og ábyrgt fyrirtæki
- Þekking - að vera í fremstu röð hvað varðar starfshætti og tækniþekkingu
- Náttúruauðlindir - að nýta með skynsamlegum hætti náttúruauðlindir svæðisins í þágu íbúa
- Afhendingaröryggi - að tryggja viðskiptavinum hámarks afhendingaröryggi og gæði
Viðskiptastefna
- OH verði opinbert hlutafélag (ohf.)
- OH veiti íbúum og fyrirtækjum í Þingeyjarsýslum aðgang að fráveitu, heitu og köldu vatni á sanngjörnu verði fyrir eigendur og notendur
- OH sé í stakk búin til að veita atvinnustarfsemi sem krefst mikillar vatnsnotkunar aðgang að heitu og köldu vatni á sanngjörnu verði með það að markmiði að efla búsetugæði og atvinnustarfsemi í Þingeyjarsýslum
- Tryggja að OH hafi aðgang að auðlindum á starfssvæði fyrirtækisins
Samkeppnisstefna
Sérleyfisskyld starfsemi
Samvinna við aðrar veitur
Rekstrarstefna - fjármál
- Kjarnastarfsemi standi undir rekstri, endurbótum og tækninýjungum auk þess að greiða eigendum arð af fjármagni sem bundið er í starfseminni.
- Skilvirk áætlanagerð og nýting á fjármunum og rekstrarfé
- Þróunar- og tilraunastarfsemi í dótturfélög til þess að aðskilja frá kjarnastarfsemi (t.d. rafmagnsframleiðsla)
- Fylgja fjárfestingastefnu fyrirtækisins
Rekstrarstefna - innra starf
- Skipurit, boðleiðir og verkferlar séu skýrir
- Starfslýsingar og ábyrgðarsvið starfsmanna skýrt skilgreint
- Hvatt til símenntunar, þjálfunar og persónulegrar færni starfsfólks
- Samstarf við hagsmunaaðila og almannatengsl
Fjárfestingastefna
- Fellur undir alla aðra fjárfestingu en daglegan rekstur og viðhald eigna
- Framfylgni á ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra OH
- Hámarka ávöxtun þeirra fjármuna sem fjárfestingastefna þess lýtur að
- Gæta öryggis í vali á fjárfestingakostum