Gæðamál

Orkuveita Húsavíkur hefur komið á gæðakerfi innan fyrirtækisins til öryggis- og gæðastýringar í rekstri. Er um að ræða skilgreint eftirlitskerfi til að tryggja að kröfur sem gerðar eru í samræmi við lög og reglugerðir um heilbrigði, gæði vinnu og  öryggi búnaðar sé fullnægt. Þannig er leitast við að tryggja öryggi og fullnægjandi stjórnun í rekstri veitunnar.

 

Þann 07. september 1999 fékk Orkuveita Húsavíkur viðurkennda af Löggildingarstofu, innri öryggisstjórnun rafmagnsdreifingar Orkuveitu Húsavíkur. Varð fyrirtækið þar með annað í röð veitufyrirtækja á landinu til að fá kerfið viðurkennt.