Álestur

Orkuveita Húsavíkur ohf. þakkar góð skil á sjálfsálestrum á síðasta ári, en þá var viðskiptavinum OH í fyrsta skipti gefinn kostur á því að færa álestra inn á „mínar síður” á heimasíðu OH. Jákvæð viðbrögð notenda komu skemmtilega á óvart og var töluverður fjöldi álestra sem skilaði sér inn frá notendum.

Álestur er nauðsynlegur við árlegt uppgjör og endurskoðun á áætlaðri notkun, en með því að senda álestur orkumæla inn í gegnum mínar síður OH, geta notendur, á auðveldan hátt, komist hjá þeim kostnaði sem fylgir því að fá starfsmann OH til þess að sinna álestri.

Skráning álestra orkumæla á „mínum síðum“ á www.oh.is er mjög einföld:
Farið er á „MÍNAR SÍÐUR“. Notandi skráir sig inn með íslykli eða rafrænum skilríkjum. Valið er „NOTKUN OG ÁLESTRAR“ og svo „SKRÁ“ álestur.
Staðfestið að dagsetning álestrar sé rétt, skráið stöðu mælis og að lokum skal „VISTA“ skráninguna.

Ef notendur hafa ekki tök á að lesa sjálfir af mælum sínum, mun starfsmaður OH mæta á staðinn og skrá mælastöðu gegn álestrargjaldi skv. gjaldskrá OH.

Með kveðju
Starfsfólk Orkuveitu Húsavíkur ohf.