Tilkynning frá Orkuveitu Húsavíkur

Á næstu dögum og vikum verða starfsmenn Orkuveitu Húsavíkur á ferðinni í mælaskiptum norðan Búðarár. Verið er að skipta gömlum mælum út fyrir nýja stafræna mæla. Því þarf ekki að senda inn álestur af hitaveitumælum norðan Búðarár. Sama gildir um notendur í Reykjahverfi, Aðaldal og Kinn sem þegar eru komnir með stafræna mæla.

Nýjir mælar

Nú eru starfsmenn orkuveitunnar á ferðinni að setja upp nýja mæla

Óskað eftir starfsmanni í viðhaldsteymi

Orkuveita Húsavíkur óskar eftir að ráða öflugan einstakling í viðhaldsteymi áhaldahúss.

Heitavatnslaust 24. júní

Lokað fyrir heitt vatn í Laugabrekku og svæði kringum Höfða þann 24. júní milli kl. 05:00 - 06:00 um morguninn. Þau hús sem verða hitaveitulaus eru merkt með grænni stjörnu (sjá mynd)

Heitavatnslaust fimmtudaginn 9. júní

Vegna endurnýjunar á stofnæð við Hveravelli í Reykjahverfi verður heitavatnslaust í Reykjahverfi, Aðaldal og Kinn fimmtudaginn 9. júní frá klukkan 11:00 til 16:00.

Orkuveita Húsavíkur óskar eftir tilboðum í framkvæmd

Orkuveita Húsavíkur óskar eftir tilboðum í framkvæmd

AÐALFUNDUR ORKUVEITU HÚSAVÍKUR OHF. ÁRIÐ 2022

Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf. árið 2021 verður haldinn í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík, föstudaginn 22. apríl kl. 15:00

Tilkynning til notenda á köldu vatni á Kópaskeri og næsta nágrenni.

Vegna vinnu við dælustöð, föstudaginn 1. apríl, mun þrýstingur á kalda vatninu minnka og eru notendur beðnir að fara sparlega með vatnið þann dag.

Ertu búin/n að skila inn álestri á hitaveitumæli?