Ertu búin/n að skila inn álestri á hitaveitumæli?

Ertu búin/n að skila inn álestri á hitaveitumæli?

Orkuveita Húsavíkur óskar viðskiptavinum sínum gleðilegs árs og þakkar fyrir viðskiptin á liðnum árum.  Um leið viljum við minna viðskiptavini á að skila inn álestri af hitaveitumælum.

Hægt er að skrá álestur hitaveitumæla á vefsvæðinu www.oh.is og velja:

  1.  „MÍNAR SÍÐUR“ og velja þar „Rafræn skilríki/Íslykill“
  2. Að innskráningu lokinni skal velja „ NOTKUN OG ÁLESTRAR“ og velja þar að „SKRÁ“ álestur.
  3. Staðfestið að dagsetning álestrar sé rétt, skráið stöðu mælis og að lokum skal „VISTA“ skráninguna.

Þeir sem ekki hafa tök á að senda inn álestur á „mínum síðum“, geta sent álestur eða mynd af mælinum í tölvupósti á netfangið: oh@oh.is eða hringt í síma 464-9850.

Starfsmenn OH munu ekki fara í hús til að lesa af mælum á næstu mánuðum og því er enn mikilvægara að notendur sendi sjálfir inn álestur.

Álestrum þarf að vera búið að skila inn fyrir 31. janúar 2022 til að komast hjá álestrargjaldi.

Með kveðju     

Starfsfólk Orkuveitu Húsavíkur ohf.