"Mínar síður" - Ný þjónusta hjá Orkuveitunni

Viðskiptavinum Orkuveitu Húsavíkur ohf stendur nú til boða aðgangur inn á „mínar síður“ OH sem aðgengilegar eru á vefsíðu félagsins – www.oh.is 
„Mínar síður“ þekkja viðskiptavinir OH væntanlega frá fjölmörgum öðrum starfandi þjónustufyrirtækjum sem hafa farið þá leið til að auka og bæta þjónustu sína til upplýsingarmiðlunar og gagnvirkra samskipta við viðskiptavina sína.

Meðal þess sem „mínar síður“ munu nýtast viðskiptavinum OH má nefna:

  • Skoðun reikninga viðskiptavina
  • Skoðun yfirlita yfir hreyfingar á völdu tímabili
  • Skoðun upplýsinga um viðskiptastöðu
  • Skoðun yfirlita yfir notkun á heimilum viðskiptavina
  • Skráning mælastöðu orkumæla

Notendur skrái sig inn á „mínar síður“ á heimasíðu OH, www.oh.is, með notkun rafrænna skilríkja eða Íslykils, en þeir sem ekki eru búnir að virkja slíkan aðgang geta sent tölvupóst á netfangið oh@oh.is og beðið um að fá send lykilorð til innskráningar.

Það er ósk okkar að þessi aukna þjónusta við viðskiptavini OH muni nýtast þeim sem best og verði vel tekið.
Vonir okkar standa einnig til þess að við getum með þessum hætti bætt þjónustuna enn frekar til framtíðar með aukinni upplýsingagjöf til notenda veitunnar.

Viðskiptavinir athugið:

Nú líður að árlegum álestri Orkuveitunnar.  Við viljum biðja viðskiptavini um að lesa sjálfa af mælum sínum og skrá stöðuna inn á „mínar síður“ fyrir 1. febrúar.

Orkuveita Húsavíkur