Stefna sjóðsins er að styðja við verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og hafa möguleika á að hafa jákvæð áhrif á samfélagið í Norðurþingi.
Tekið er á móti umsóknum allt árið á netfangið oh@oh.is
Verkefni sem koma einkum til greina
Verkefni á sviði umhverfis, náttúru og auðlindamála
Verkefni á vegum mannúðarsamtaka og líknarfélaga
Listir, menning og menntun
Forvarnir og æskulýðsstarf
Heilsa og hreyfing
Úthlutunarreglur
Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir hvert ár, skal sú upp hæð ákvörðuð sem fer í styrkveitingar komandi árs. Að jafnaði fara styrkir ekki yfir 500 þúsund og aldrei hærri en ein milljón króna nema í undantekningar tilfellum. Gildir þá að stjórn þurfi að vera samstíga í því.
Rekstrarstjóri OH móttekur umsóknir og úthlutar styrkjum eftir úthlutunarreglum sjóðsins. Stjórn OH skal taka fyrir úthlutanir þar sem styrkupphæð er hærri en 100 þúsund krónur.
Styrkir eru veittir einstaklingum, hópum, sjálfseignarstofnunum og frjálsum félagasamtökum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni.
Sjóðurinn veitir styrki til skilgreinda verkefna og atburða.
Sjóðurinn veitir ekki rekstrarstyrki.