Samfélagssjóður Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Orkuveita Húsavíkur (OH) veitir styrki til samfélagsverkefna fyrir hvert ár úr Samfélagssjóði OH. Veittir eru styrkir  til menningar- og lista, lýðheilsustarfs og góðgerðarmála. Stefna sjóðsins er að styðja við verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og hafa möguleika á að hafa jákvæð áhrif á samfélagið í Norðurþingi.

  • Styrkir eru veittir einstaklingum, hópum, sjálfseignarstofnunum og frjálsum félagasamtökum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni.
  • Sjóðurinn veitir styrki til skilgreindra verkefna og viðburða.
  • Sjóðurinn veitir ekki rekstrarstyrki.

Úthlutanir
Við gerð fjárhagsáætlunar OH fyrir hvert ár, skal sú upphæð ákvörðuð sem rennur til Samfélagssjóðsins. Styrkupphæð til Samfélagssjóðsins er ákvörðuð af stjórn við samþykkt fjárhagsáætlunarár hvert.

Úthlutun styrkja fer fram einu sinni á ári,  að jafnaði í  maímánuði. Auglýst verður eftir styrkjum á heimasíðu OH og á heimasíðu Norðurþings með a.m.k. 4 vikna fyrirvara áður en umsóknarfrestur rennur út.  Stjórn OH leggur mat á styrkumsóknir og tekur ákvörðun um styrkveitingar.

Úthlutun styrkja er að jafnaði greidd  út þegar verkefni er lokið. Úthlutanir til verkefna sem ekki  koma til framkvæmda falla niður. Úthlutun styrkja geta ekki flust á milli ára.

 

Samþykkt af stjórn OH þann 15. október 2024.