Markmið

Orkuveita Húsavíkur setur sér eftirfarandi markmið fyrir gæðastjórnun sína:

• Ætíð sé nægjanlegt framboð heits og kalds vatns með þeim gæðum sem lög og reglugerðir gera kröfu um.
• Koma upp og viðhalda kerfi, er tryggi stöðugt eftirlit með virkjum og tækjum veitunnar.
• Byggja upp kerfi og vinnuaðferðir er tryggi hagkvæman rekstur veitunnar.
• Rekstur, viðhald, endurnýjun og nýframkvæmdir séu ætíð í samræmi við gildandi reglugerðir.
• Tryggja starfsfólki öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi.


Töluleg markmið hafa verið skilgreind fyrir þá þætti í rekstri Orkuveitu Húsavíkur sem þarfnast sérstaks eftirlits eða eru mikilvægir til að uppfylla ofantalin meginmarkmið. Þau eru eftirfarandi:
1. Nægjanlegt vatn.
2. Fullnægjandi gæði.
3. Rekstur í samræmi við lög og reglugerðir.
4. Starfsmannamál.

1. Nægjanlegt vatn
Nægjanlegt vatn miðast við að fullnægja mesta álagi á veitusvæðinu- fyrir heitt vatn um 89 l/sek. 

2. Fullnægjandi gæði

Heilbrigðisfulltrúi Norðurlands eystra sér um eftirlit með gæðum ferskvatns. ÍSOR sér um efnavöktun og gæðaeftirlit með heitu vatni.


3. Rekstur í samræmi við lög og reglugerðir
Orkuveita Húsavíkur hefur undir höndum nýjustu útgáfur skjala sem varða starfsemi hennar. Þessi skjöl eru m.a. lög, reglugeðir, orðsendingar, fyrirmæli og staðlar. Þessi skjöl eru varðveitt hjá umsjónarmanni gæðastjórnunar og er hægt að nálgast þau þar. Athuga þarf að þau eintök sem unnið er með séu nýjustu útgáfur hverju sinni, og sér umsjónarmaður gæðastjórnunar um að svo sé.

4. Starfsmannamál
Við veituna skal vera einn fastráðinn yfirverkstjóri. Skal hann vera hæfur til að gegna starfinu og ef nauðsyn ber til skal hann sendur á námskeið fyrir verkstjóra.

Hver starfsmaður fær upplýsingar um sitt verksvið, ábyrgðarsvið, endurmenntun, þjálfunaráætlun og allar verklagsreglur við framkvæmd gæðastjórnunar. Verk- og ábyrgðarsvið endurskoðist árlega, eða eftir þörfum.

Fyrir hvert starf er gerð starfslýsing þar sem fram kemur ábyrgðarsvið, staða í kerfinu, verksvið og hæfniskröfur. Að auki fylgir lýsing á þeirri menntun og hæfni sem krafist er. Nýtt starfsfólk skal læra störf sín á fullnægjandi hátt.

Nýtt starfsfólk skal fá leiðsögn um öryggismál veitunnar og fara skal yfir öryggisstefnu veitunnar með því. Þá skal vísa því á hvar nauðsynlegar reglugerðir, lög, orðsendingar og annað það sem snýr að öryggisþáttum veitunnar er að finna.

Markmið Orkuveitunnar er að tryggja öryggi og góðan aðbúnað á vinnustað. Halda skal skrá yfir öryggis og umgengnisreglur í öryggishandbók Orkuveitunnar, slysaskráningu og veikindaskráningu, sem hver starfsmaður sér um að skrá í verkbókhald en utanumhald er í höndum launafulltrúa.