Reikningar

Orkuveita Húsavíkur sendir viðskipavinum sínum áætlunarreikninga einu sinni í mánuði. Reikningarnir eru með gjalddaga 15. hvers mánaðar og eindaga 16 dögum síðar. Áætlunarreikningarnir eru byggðir á notkun síðasta árs á hverri veitu. Einu sinni á ári er lesið af öllum mælum á heimilisveitum og gerðir uppgjörsreikningar. Þessir reikningar eru gerðir á tímabilinu janúar til febrúar ár hvert. Áætlunin er svo uppfærð og breytt ef þarf í samræmi notkun hverrar veitu.

Ástæða þykir til að hvetja fólk til þess að fylgjast með því að notkun á heimilinu sé eðlileg og í samræmi við áætlunina á reikningunum. Þá má láta hækka eða lækka áætlunina eftir því sem þörf er á svo að koma megi í veg fyrir háa bakreikninga við uppgjör.