Heitt vatn

Hitaveita

Lokið var við lagningu hitaveitu til Saltvíkur og tengdi hún bæði íbúðarhús þar, hesthús og reiðhöllina við hitaveitu bæjarins.
Viðhaldsframkvæmdir fóru fram á stofnlögn frá Hveravöllum til Húsavíkur, en þær snerust að mestu um viðgerðir á samsetningum lagnarinnar og einangrun utan um þær.
Endurnýjuð var um 600 metra heimtaug að Hrauni í Aðaldal.
Enn eru uppi áform um lagningu hitaveitu í Kelduhverfi, en beðið er eftir því að niðurstaða fáist í ágreining um eignarhald á því landi sem holan BA-04 er á og til stendur að nýta fyrir hitaveituna.
Heitavatnssala árið 2016 var 181,1 m.kr. og tekjur af föstum gjöldum voru 19 m.kr. Sölutölur ársins 2015 voru til samanburðar 166,8 m.kr. og 18,6 m.kr. Á árinu voru seldir 1.945.466 m3 af heitu vatni en árið á undan voru seldir 1.939.625 m3.

 Heitavatnsnotkun á Húsavík