Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur

Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf.  árið 2018, vegna starfsársins  2017, verður haldinn föstudaginn 13. apríl  2018 kl. 10:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings, Ketilsbraut 7-9 á Húsavík.

 Dagskrá skv. 14. grein samþykkta félagsins: 

  1. Stjórn Orkuveitu Húsavíkur skal skýra hluthöfum frá hag félagsins og rekstri þess á liðnu starfsári.
  2. Efnahagsreikningur og rekstrarreikningur félagsins fyrir liðið starfsár skulu lagðir fram ásamt athugasemdum endurskoðenda félagsins til samþykktar.
  3. Tekin skal ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu.
  4. Kjör stjórnar.
  5. Kjör endurskoðanda.
  6. Ákvörðun skal tekin um greiðslur til stjórnarmanna fyrir störf þeirra á starfsárinu.
  7. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.

f.h. stjórnar OH
Gunnar Hrafn Gunnarsson
framkvæmdastjóri Orkuveitu Húsavíkur ohf.