Heitavatnslaust vestan Laxár ásamt Klömbur og Laxárvirkjun mánudaginn 1. september

Vegna endurnýjunar á stofnæð við Brekku í Aðaldal verður heitavatnslaust vestan Laxár ásamt Klömbur og Laxárvirkjun mánudaginn 1. september skrúfað verður fyrir heitt vatn klukkan 10:00 og verður vatnslaust fram eftir degi. Um er að ræða endurnýjun á stofnlögn þannig að lokunin er viðamikil og hefur áhrif á flest alla á þessu svæði. (sjá mynd) Við biðjumst velvirðingar a þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Til viðskiptavina Orkuveitu Húsavíkur

Lesið var af öllum stafrænum hitaveitumælum á þjónustusvæði Orkuveitu Húsavíkur í byrjun júlí og því eru reikningarnir sem berast núna uppgjörsreikningar. Þeir gætu því verið hærri eða lægri en síðustu reikningar.

Minni þrýstingur á köldu vatni á Húsavík miðvikudaginn 18.júní

Vegna tengingar á vatnsveitustofni við Ásgarðsveg verður þrýstingslítið í flestum húsum á Húsavík, sérstaklega í efri byggðum. Skrúfað verður fyrir milli klukkan 10:00 og 16:00 miðvikudaginn 18. júní.

Samfélagssjóður Orkuveitu Húsavíkur ohf. Umsóknarfrestur er til og með 19. maí.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr samfélagssjóði Orkuveitu Húsavíkur.

Útboð - Tæming rotþróa í Norðurþingi 2025-2030

Orkuveita Húsavíkur óskar eftir tilboðum í verkið: Tæming rotþróa í Norðurþingi 2025-2030

Til viðskiptavina Orkuveitu Húsavíkur

Lesið var af öllum stafrænum hitaveitumælum á þjónustusvæði Orkuveitu Húsavíkur ohf. í byrjun júlí og því eru reikningarnir sem berast núna uppgjörsreikningar.

Kaldavatnslaust í Skálabrekku.

Lokað verður fyrir kalt vatn í Skálabrekku 11-19 þriðjudaginn 14. maí milli kl. 10:00 - 12:00 vegna viðgerðar. Þau hús sem verða vatnslaus eru merkt með rauðum krossi (sjá mynd). Áfram verður heitt vatn og vörum við því við slysahættu vegna þessa. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Til viðskiptavina Orkuveitu Húsavíkur

Til að auka þjónustu við viðskiptavini, þá mun Orkuveitan framvegis senda tilkynningar með sms-i þegar um t.d. lokanir er að ræða.

Kaldavatnslaust á öllum Stórhól og Baughól 60-62.

Lokað verður fyrir kalt vatn á öllum Stórhól og Baughól 60 -62, Þriðjudaginn 7. maí milli kl. 10:00 - 12:00 vegna viðgerðar. Þau hús sem verða vatnslaus eru merkt með rauðum krossi (sjá mynd).

Kaldavatnslaust í Sólbrekku.

Lokað verður fyrir kalt vatn í Sólbrekku mánudaginn 6. maí milli kl. 13:00 - 16:00 vegna viðgerðar.