Heitavatnslaust vestan Laxár ásamt Klömbur og Laxárvirkjun mánudaginn 1. september

Vegna endurnýjunar á stofnæð við Brekku í Aðaldal verður heitavatnslaust vestan Laxár ásamt Klömbur og Laxárvirkjun mánudaginn 1. september skrúfað verður fyrir heitt vatn klukkan 10:00 og verður vatnslaust fram eftir degi. Um er að ræða endurnýjun á stofnlögn þannig að lokunin er viðamikil og hefur áhrif á flest alla á þessu svæði. (sjá mynd) Við biðjumst velvirðingar a þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Til viðskiptavina Orkuveitu Húsavíkur

Lesið var af öllum stafrænum hitaveitumælum á þjónustusvæði Orkuveitu Húsavíkur í byrjun júlí og því eru reikningarnir sem berast núna uppgjörsreikningar. Þeir gætu því verið hærri eða lægri en síðustu reikningar.