Lesið verður af öllum stafrænum hitaveitumælum á þjónustusvæði Orkuveitu Húsavíkur í desember og því er ekki þörf á að senda inn álestur, nema af eldri gerð mæla og kaldavatnsmælum.
Reikningar sem berast í byrjun janúar verða því uppgjörsreikningar.
Orkuveita Húsavíkur óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og þakkar ánægjuleg viðskipti á liðnum árum.
Með kveðju,
starfsfólk Orkuveitu Húsavíkur