Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur

mynd/Gaukur Hjartarson
mynd/Gaukur Hjartarson

AÐALFUNDARBOÐ.

Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf. árið 2020 vegna rekstrarársins  2019 verður haldinn fimmtudaginn 07. maí nk. kl. 14:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings, Ketilsbraut 7-9 á Húsavík.

 Dagskrá skv. 14. grein samþykkta félagsins:

  1. Stjórn félagsins skýrir hluthöfum frá hag félagsins og rekstri þess á liðnu starfsári.
  2. Efnahagsreikningur og rekstrarreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagðir fram ásamt athugasemdum endurskoðenda félagsins til samþykktar.
  3. Tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu.
  4. Kjör stjórnar.
  5. Kjör endurskoðanda.
  6. Ákvörðun tekin um greiðslur til stjórnarmanna fyrir störf þeirra á starfsárinu.
  7. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.

 

Húsavík 28. apríl 2020

Virðingarfyllst,        

f.h. stjórnar,                                                              
Gunnar Hrafn Gunnarsson
framkvæmdastjóri
Orkuveita Húsavíkur ohf.