Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur var haldinn 26. apríl sl.

Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur fór fram 26. apríl síðastliðinn. Dagskrá fundarins var með hefðbundin hætti.  Ársreikningur árið 2022 var lagður fyrir og var samþykktur, ásamt því að  breytingar á samþykktum voru einnig samþykktar. Breyting varð á stjórn Orkuveitunnar og í stjórn voru kjörin Sigurgeir Höskuldsson, Valdimar Halldórsson og Bylgja Steingrímsdóttir. Varamenn, Birna Ásgeirsdóttir, Eysteinn Heiðar Kristjánsson og Ingibjörg Benediktsdóttir.

Traustur rekstur Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Rekstur Orkuveitunnar gekk vel á árinu 2022. Tekjur námu 424 milljónum króna og hagnaður ársins nam 99,4 milljónum króna. Á árinu 2021 nam hagnaðurinn 72 milljónum króna til samanburðar. Eigið fé í árslok nam 2.115 milljónum króna og eiginfjárhlutfall var 94% í árslok. Fjárfestingar á árinu 2022 námu 84 milljónum króna og arðgreiðsla til eigandans, Norðurþings, nam 122 milljónum króna. Lausafjárstaða Orkuveitunnar var mjög sterk í lok árs, handbært fé nam 404 milljónum króna og markaðsverðbréf í loks árs námu 259 milljónum króna.

Ársreikningur 2022 er aðgengilegur hér