Álestur tvisvar á ári

Í lok júlí  fóru starfsmenn Orkuveitu Húsavíkur af stað og lásu af stafrænu hitaveitumælunum sem settir voru upp í byrjun árs.
Lesið verður af mælum tvisvar á ári. Við álestur uppfærast áætlanir og getur það haft áhrif á næstu hitaveitureikninga frá okkur.
Við hvetjum fólk að fylgjast áfram með notkuninni sinni til að við nýtum vatnið okkar sem best.