Heitavatnslaust fimmtudaginn 9. júní

Vegna endurnýjunar á stofnæð við Hveravelli í Reykjahverfi verður heitavatnslaust í Reykjahverfi, Aðaldal og Kinn fimmtudaginn 9. júní frá  klukkan 11:00 til 16:00.

Um er að ræða stofnlögn suður af Hveravöllum þannig að lokunin er viðamikil og hefur áhrif á flest alla á þessu svæði.

Við biðjumst velvirðingar a þeim óþægindum sem þetta kann að valda.