Orkuveita Húsavíkur auglýsir eftir sumarstarfsmanni.

Endurnýjun kalda og heita vatns við Fossvelli 2012
Endurnýjun kalda og heita vatns við Fossvelli 2012

Orkuveita Húsavíkur auglýsir eftir sumarstarfsmanni.

Um er að ræða 100% starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og unnið út september.

Viðkomandi þarf að hafa bílpróf og iðnmenntun og reynsla af lagnavinnu er æskileg (þó ekki skilyrði).

Helstu viðfangsefni eru að vinna að ýmsum verkefnum á veitusvæði OH sem verkstjóri felur starfsmanni.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi stéttarfélags viðkomandi og Sambands íslenskra sveitarfélaga

Öll kyn eru hvött til að sækja um.

 

Umsóknarfrestur er til 24. maí.  Umsóknir skulu sendar á Karl V. Halldórsson verkstjóra Orkuveitu Húsavíkur (karlv@nordurthing.is) sem einnig veitir nánari upplýsingar um starfið í tölvupósti eða síma 896-8842.