Orkuveita Húsavíkur óskar eftir tilboðum í framkvæmd

Orkuveita Húsavíkur óskar eftir tilboðum í endurnýjun á hitaveitu. 

Verkið felur í sér að grafa fyrir nýrri hitaveitulögn, frá tengistað við
Laxamýri að tengistað við Smiðjuteig í Reykjahverfi.

Helstu magnstölur:
• Gröftur: um 320m3
• Fylling: um 374m3
• Söndun: um 534m3

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 1.ágúst 2022.

Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík frá og með mánudeginum 30. maí 2022. Einnig er hægt að óska eftir gögnunum rafrænt í tölvupósti á netfangið benedikt@nordurthing.is.
Tilboðin verða opnuð í fundarherbergi uppi í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík, Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík þann 13. júní 2022 klukkan 10:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Kynningarfundur fyrir væntanlega bjóðendur verður haldinn á skrifstofu Norðurþings á Húsavík fimmtudaginn 2. júní 2022 kl. 10:00.