Veituframkvæmdir OH vegna sjóbaða á Höfða

Byggingasvæði Sjóbaða á Höfða
Mynd Gaukur Hjartarson
Byggingasvæði Sjóbaða á Höfða
Mynd Gaukur Hjartarson

Á undanförnum vikum hafa staðið yfir töluverðar jarðvegsframkvæmdir á Húsavíkurhöfða í tengslum við fyrirhugaða starfsemi Sjóbaða ehf. Lokið er frágangi lagna frá holu HU-01 (Ostakarsholu) að byggingasvæði sjóbaðanna, en vinna við tengingu holu FE-01 (Eimskipsholu) stendur yfir. Búið er að ganga frá lögnum frá lóð sjóbaða og niður að iðnaðarsvæði á Höfða, en síðasti hluti þess verks verður unninn samhliða gatnagerð á Höfða í vor þegar lokið verður jarðvegsskiptum og yfirborðsfrágangi frá Cape Hotel, norður að vinnubúðum LNS.