Nú er kominn tími á álestur!

Orkuveita Húsavíkur ohf. þakkar góð skil á sjálfsálestrum á síðasta ári. Viðskiptavinir OH hafa verið duglegir að skrá álestur á „mínum síðum“ og fjölgaði skráningum þar töluvert á milli ára.

Álestur er nauðsynlegur við árlegt uppgjör og  það er hagur notenda að áætlun sé rétt þannig að reikningar taki mið af raunnotkun.

Skráning álestra hitaveitumæla á „mínum síðum“ á vefsvæði OH er mjög einföld, en til þess að skila inn nýjum álestrum þarf að fara inn á www.oh.is og velja:

  1. „MÍNAR SÍÐUR“.
  2. Að innskráningu lokinni skal velja „ NOTKUN OG ÁLESTRAR“ og velja þar að „SKRÁ“ álestur.
  3. Staðfestið að dagsetning álestrar sé rétt, skráið stöðu mælis og að lokum skal „VISTA“ skráninguna.

Þeir sem ekki hafa tök á að senda inn álestur á „mínum síðum“, geta sent álestur eða mynd af mælinum í tölvupósti á netfangið: oh@oh.is eða hringt í síma 464-9850.

Ekki er víst að starfsmenn OH fari í hús til að lesa af mælum á næstu mánuðum og því er enn mikilvægara að notendur sendi sjálfir inn álestur.

Með kveðju     
Starfsfólk Orkuveitu Húsavíkur ohf.