Nú er kominn tími á álestur!

Við minnum notendur sunnan Búðarár að skila inn álestri sem fyrst.

Hægt er að skrá álestur hitaveitumæla á vefsvæðinu www.oh.is og velja þar „MÍNAR SÍÐUR“.

Að innskráningu lokinni skal velja „ NOTKUN OG ÁLESTRAR“ og velja þar að „SKRÁ“ álestur.

Staðfestið að dagsetning álestrar sé rétt, skráið stöðu mælis í rúmmetrum (m3) og að lokum skal „VISTA“ skráninguna.

Þeir sem ekki hafa tök á að senda inn álestur á „mínum síðum“, geta sent álestur eða mynd af mælinum í tölvupósti á netfangið: oh@oh.is eða hringt í síma 464-9850.

 

Með kveðju,     

Starfsfólk Orkuveitu Húsavíkur ohf.