Til viðskiptavina Orkuveitu Húsavíkur

mynd/Gaukur Hjartarson
mynd/Gaukur Hjartarson

Frá og með 1. júlí n.k. mun Orkuveita Húsavíkur hætta að senda út reikninga á pappír, nema um það verði sérstaklega beðið.

Hægt er að hafa samband í síma 464-9850 eða senda tölvupóst á netfangið oh@oh.is til að óska eftir að fá áfram reikninga á pappírsformi.

Við minnum á að hægt er að skoða reikninga og fylgjast með notkun á „mínum síðum“ á heimasíðu okkar, www.oh.is og þar er einnig hægt að skrá inn álestur og tilkynna flutning.

Við hvetjum ykkur til að fara inn á „mínar síður“ og skoða þá möguleika sem þar eru í boði.

Orkuveita Húsavíkur er farin að taka á móti og senda reikninga rafrænt og hvetjum við fyrirtæki til að láta okkur vita ef þau taka á móti rafrænum reikningum.

 

Með sumarkveðju,

Starfsfólk Orkuveitu Húsavíkur