Varðandi álestur á hitaveitu

Lesið var af öllum stafrænum hitaveitumælum á þjónustusvæði Orkuveitunnar í ársbyrjun. Við álestur myndast uppgjör og áætlanir uppfærast sem getur haft áhrif á næstu hitaveitureikninga frá okkur. Hægt er að fara inn á mínar síður á www.oh.is til að skoða reikninga og fylgst með notkun. 


Við hvetjum fólk að fylgjast áfram reglulega með notkun til að koma í veg fyrir sóun og þar með stuðla að góðri hitaveitumenningu og nýta vatnið okkar sem best. 

   

Kveðja starfsfólk Orkuveitu Húsavíkur ohf.