Framkvæmdir við Ásgarðsveg Húsavík.
12.09.2024
Orkuveita Húsavíkur og Norðurþing eru að fara í framkvæmdir við Ásgarðsveg og Stóragarð.
Unnið er að gatnagerð og lagningu lagna fyrir nýtt hverfi, hluti af framkvæmdinni er að færa og endurnýja stofnæð fyrir kalt vatn.
Samhliða framkvæmdinni verður gerð ný og skemmtileg gönguleið frá eldri stíg niður að brúnni yfir Búðará, fjarri bílaumferð.